Slys á börnum/Öryggi og aðbúnaður í umhverfi barna


Slys á börnum/Öryggi og aðbúnaður í umhverfi barna
11.10.2019
15:00 - 15:45
Gullteigur
Um fyrirlestur

Slysavarnir barna eru verkefni sem aldrei lýkur og aldrei má sofna á verðinum.  Herdís heldur reglulega námskeið í samvinnu við heilsugæsluna sem heitir „Vertu skrefi á undan“ Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum.  Herdís hefur einnig starfað sjálfstætt undanfarandi ár hjá Höfuðstöðvum IKEA í Svíþjóð við margvísleg mál er varða öryggi. Eitt af því er að vinna að gerð „apps“ fyrir foreldra og byggir það á námskeiðinu sem fjallað er um hér að ofan.  Það kallast Öruggari heimili og í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið.