Áskoranir í norskri ferðaþjónustu


Áskoranir í norskri ferðaþjónustu
11.10.2019
13:00 - 13:45
Gullteigur
Um fyrirlestur

Síðustu árin hefur orðið mikil aukning á komu ferðamanna til Noregs og þar sem stór hluti þeirra sækir í fjöll og hálendi landsins hefur það kallað fram miklar áskoranir fyrir viðbragðsaðila. Ferðamenn sækja í þekkta staði sem þeir hafa oft séð í gegn um samfélagsmiðla, þar taka þeir myndir (e. selfies) og birta áfram á sínum samfélagsmiðlum. Oft á tíðum eru útbúnaður þeirra ekki nægilega góður og þeir horfa ekki til aðstæðna s.s. veðurs enda hafa þeir einungis áætlað einn dag í þennan ákveðna ferðamannastað.

Í fyrirlestrinum fer Espen yfir hvernig viðbragðsaðilar eru að takast á við þessar áskoranir svo og hvernig má koma í veg fyrir að þessi hegðun leiði til alvarlega slysa og útkalla viðbragðsaðila. Áskoranir þessar eru ekki ólíkar þeim sem Íslendingar hafa verið að kljást við síðustu árin. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.