Stafræn miðlun öryggisupplýsinga á vefsíðum í ferðaþjónustu


Stafræn miðlun öryggisupplýsinga á vefsíðum í ferðaþjónustu
16.10.2021
11:00 - 11:45
Gullteigur A
Um fyrirlestur

Jónas mun í fyrirlestri sínum greina frá niðurstöðum úr meistararitgerð sinni sem heitir Stafræn miðlun öryggisupplýsinga á vefsíðum í ferðaþjónustu. Þar voru 119 vefsíður skoðaðar auk þess sem hluti þeirra var rýndur nánar. Niðurstöðurnar komu kannski að mörgu leyti á óvart en fyrst og fremst var horft til hvort væri fjallað um öryggismál, aðstæður en einnig hvort eðli og uppbygging vefsíðna í ferðaþjónustu styður við miðlun öryggisupplýsinga með góðum vefvinnubrögðum eða hvort tækifæri eru til að gera betur ?

Einnig verður aðeins horft til framtíðar í fyrirlestrinum og velt upp hver þróunin gæti orðið á næstu árum hvað varðar stafræna miðlun öryggisupplýsinga.