Öflug sjóbjörgunartæki - öflugar slysavarnir


Öflug sjóbjörgunartæki - öflugar slysavarnir
16.10.2021
10:00 - 10:45
Gullteigur A
Um fyrirlestur

Í fyrirlestri sínum fjallar Örn um slysavarnir sem felast í öflugri tækjum til björgunarstarfa á sjó. Breytt samsetning fiskiskipa flotans og tæknivæðing hans hefur gert það að verkum að verkefnastofn björgunarsveita í sjóbjörgun hefur breyst gríðarlega. Því er kominn tími til að mæta því með uppfærslu á björgunarskipum félagsins. Fjallað verður um hvernig sjóbjörgunarverkefni færast sífellt meir í verðmætabjörgun og aðstoð áður en sjómenn eru komnir í lífshættu ásamt því að ræða um hvaða áhrifavaldur slysavarnadeildir hafa verið í þessari þróun.