Börn í innkaupakerrum: Árangursrík forvörn


Börn í innkaupakerrum: Árangursrík forvörn
15.10.2021
16:00 - 16:45
Gullteigur A
Um fyrirlestur

Árlega slasast um 100 börn á Íslandi í slysum tengdum innkaupakerrum. Þessi slys og meiðsli sem af þeim hljótast geta verið allt frá því að klemma fingur eða útlimi yfir í fall úr kerru sem getur haft í för með sér alvarlega höfuð- og hálsáverka. Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, PhD, prófessor í sálfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu í atferlisgreiningu, hefur um árabil rannsakað atferli foreldra með tilliti til öryggis barna í innkaupakerrum. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að finna árangursríka leið til að fá umönnunaraðila til að hætta að setja börn ofan í innkaupakerrur þar sem vörur eiga að vera. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið athygli, bæði hér heima og erlendis og hefur Sjóvá styrkt framkvæmdina. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna og Zuilma Gabriela Sigurðardóttir munu segja frá samstarfinu og fara yfir helstu atriði og niðurstöður rannsókna.