Er hægt að fyrirbyggja byltur aldraðra?


Er hægt að fyrirbyggja byltur aldraðra?
15.10.2021
15:00 - 15:45
Gullteigur B
Um fyrirlestur

Árlega dettur um þriðjungur eldri borgara heima hjá sér einu sinni eða oftar. Líkur á byltum aukast hratt með auknum aldri og eftir 65 ára tvöfaldast líkur á fimm ára fresti.  Afleiðingar bylta geta verið mjög alvarlega fyrir einstaklinginn og geta ýtt undir félagslega einangrun. Áhættuþættir bylta eru margir en þeim má fækka með forvörnum.  Í erindinu fjalla þær Elfa og Bergþóra um orsakir og áhættuþætti bylta og hvernig má fækka þeim hjá öldruðum. Þær munu einnig segja frá byltuvarnarátaki á Landspítala og þeim úrræðum sem eru í boði fyrir einstaklinga í byltuhættu og með sögu um tíðar byltur.