Manpreet Darroch


Manpreet Darroch

Manpreet Darroch stýrir samskiptasviði YOURS – Youth for Road Safety, frjáls félagasamtök, stofnuð 2009, starfa á heimsvísu og sinna umferðaröryggi. YOURS var stofnað í framhaldi af fyrstu ráðstefnunni fyrir ungt fólk um umferðaröryggis (e.First World Youth Assembly for Road Safety) sem haldin var árið 2007 undir merkjum Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar og fleiri aðila.

YOURS er rödd ungs fólks og sem slík félagi í United Nations Road Safety Collaboration (UNRSC).

Manpreet hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir herferðir sínar og hefur starfað að unglinga- og umferðaröryggismálum í meira en áratug og starfað sem slíkur um allan heim. Hann hóf störf hjá YOURS árið 2009 og hefur stýrt þar fjölda herferða meðal annars margverðlaunaðri herferð sem kallast  YOURS Capacity Development Programme.

Hann hefur að auki tekið þátt í að stýra verkefnum eins og UN Road Safety Week; #SlowDown and #SaveKidsLives.

Sem einn af helstu leiðbeinendum YOURS hefur hann þróað og nýtt fjölda verkfæra til að virkja ungt fólk til verka í umferðaröryggismálum og komið að þjálfun í meira en 10 löndum. Í framhaldinu hefur hann fylgt eftir og stutt við það unga fólk sem hefur tekið við keflinu í sínu landi. 

Bakgrunnur Manpreet’s er í réttindum og þáttöku ungs fólks og sem slíkur var hann þátttakandi í  National Children’s Bureau, the National Youth Agency and Participation Works og hefur unnið að verkefnum hjá  Prince’s Trust og the International Youth Foundation.

Meaningful Youth Participation in Road Safety

11 okt. 11:00 - 11:45

Í þessum fyrirlestri er farið yfir YOURS verkefnið og hvernig má virkja ungt fólk til verka í umferðaröryggismálum og sýnt og sagt frá dæmum hvað það varðar. Farið er yfir góðar leiðir til að virkja ungt fólk með í verkefni sem þessi með þeim árangri að gera samfélagið öruggara fyrir þau sjálf og alla aðra sem að málinu koma.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 
Meaningful Youth Participation in Road Safety

12 okt. 15:00 - 15:45

Opnunarfyrirlestur ráðstefnunnar er hér endurtekin fyrir þá sem ekki náðu að sjá hann í byrjun. Manpreed Darroch fer yfir YOURS verkefnið og hvernig má virkja ungt fólk til verka í umferðaröryggismálum og sýnt og sagt frá dæmum hvað það varðar. Farið er yfir góðar leiðir til að virkja ungt fólk með í verkefni sem þessi með þeim árangri að gera samfélagið öruggara fyrir þau sjálf og alla aðra sem að málinu koma.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.