Svanfríður Anna Lárusdóttir


Svanfríður Anna Lárusdóttir

Svanfríður Anna Lárusdóttir er verkefnastjóri í slysavörnum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.  Hún hefur setið í slysavarnanefnd félagsins frá árinu 2015.  Hún sat í stjórn félagsins á árunum 2017 - 2019.   Svanfríður sótti heimsráðstefnuna Safety 2016 og 2018 ásamt því að sækja evrópuráðstefnu um slysavarnir „Eurosafe“ árið 2017.   Hún er félagi og fráfarandi varaformaður Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík ásamt því að vera félagi í Björgunarsveitinni Kili á Kjarlarnesi.

Nýsköpun, þátttaka, aðgerðir

12 okt. 14:00 - 14:45

Tæplega 5 milljónir manna deyja á hverju ári og milljónir til viðbótar slasast og hljóta örorku vegna áverka af völdum árekstra í umferðinni, drukknunar, falla, bruna, eitrunar eða ofbeldis. Í flestum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir þessi meiðsli sem kosta hvert samfélag, heilbrigðiskerfið og hagkerfið allt óheyrilegan fórnarkostnað. Á Íslandi er rúmlega 30.000 slysaatvik skráð árlega.
Í þessum fyrirlestri verður skoðað hvað er hægt að gera með nýsköpun verkefna, auknu samráði stofnana og þátttöka almennra borgara að markmiðinu öruggara samfélag „Safe communities“