Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Svanfríður Anna Lárusdóttir er verkefnastjóri í slysavörnum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hún hefur setið í slysavarnanefnd félagsins frá árinu 2015. Hún sat í stjórn félagsins á árunum 2017 - 2019. Svanfríður sótti heimsráðstefnuna Safety 2016 og 2018 ásamt því að sækja evrópuráðstefnu um slysavarnir „Eurosafe“ árið 2017. Hún er félagi og fráfarandi varaformaður Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík ásamt því að vera félagi í Björgunarsveitinni Kili á Kjarlarnesi.
12 okt. 14:00 - 14:45
Tæplega 5 milljónir manna deyja á hverju ári og milljónir til viðbótar slasast og hljóta örorku vegna áverka af völdum árekstra í umferðinni, drukknunar, falla, bruna, eitrunar eða ofbeldis. Í flestum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir þessi meiðsli sem kosta hvert samfélag, heilbrigðiskerfið og hagkerfið allt óheyrilegan fórnarkostnað. Á Íslandi er rúmlega 30.000 slysaatvik skráð árlega.Í þessum fyrirlestri verður skoðað hvað er hægt að gera með nýsköpun verkefna, auknu samráði stofnana og þátttöka almennra borgara að markmiðinu öruggara samfélag „Safe communities“