Svanfríður Anna Lárusdóttir


Svanfríður Anna Lárusdóttir

Svanfríður er verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.  Hún hefur setið í slysavarnanefnd félagsins frá árinu 2015.  Hún sat í stjórn félagsins á árunum 2017 - 2019.   Svanfríður sótti heimsráðstefnuna Safety 2016 og 2018 ásamt því að sækja evrópuráðstefnu um slysavarnir „Eurosafe“ árið 2017.   Hún er félagi og fráfarandi varaformaður Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík ásamt því að vera félagi í Björgunarsveitinni Kili á Kjarlarnesi.

Slysavarnir í hartnær eina öld

15 okt. 11:20 - 12:00

Í hartnær heila öld hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg starfað að slysavörnum og vörðurnar eru margar. Í þessu erindi munu þau Svanfríður Anna og Jónas Guðmundsson, verkefnastjórar slysavarna taka gesti næstum heila öld aftur í tímann og leiða þá fram til dagsins í dag. Áfangastaðirnir eru vörður í slysavarnastarfi.