Ólafur Kr. Guðmundsson


Ólafur Kr. Guðmundsson

Ólafur Kr. Guðmundsson er 62 ára Reykjvíkingur í húð og hár, sonur hjónanna Ólafíu Ólafsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar, oft kenndan við Trésmiðjuna Víði. Hann sleit barnskónum á Víðimel en síðan við Elliðavatn og nú íbúi í Grafarvogi síðan 1993. Kvæntur Sigrúnu Konráðsdóttur og þau eiga 3 börn og 4 barnabörn.
Helsta áhugamál hafa alltaf verið nýjungar og tækni af einhverju tagi. Byrjaði með flugi, síðan komu bifhjól, en þegar akstursíþróttir byrjuðu á Íslandi upp úr 1970 gerðist Ólafur frumherji á því sviði á allan mögulegan hátt, allt frá skipulagningu, þáttöku í rally og uppbyggingu á öllum sviðum. Fjölmiðlun tengd akstursíþróttum áttu þar stóran sess, sem skilaði íslensku sjónvarpsefni á erlendan markað um allan heim, svo sem Top Gear, Eurosport, Discovery og FOX veldisins, svo nokkuð sé nefnt.
Ólafur er eini íslendingurinn sem hefur verið alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum um allan heim, þar með talið Formulu 1, þar sem hann hefur dæmt 10 keppnir og samtals 60 mót af ýmsu tagi. Samhliða þessu hafa öryggismál verið efst á baugi og þá sérstaklega umferðaröryggi, sem hefur tekið hug hans allan undanfarin ár. Ólafur hefur stjórnað og framkvæmt EuroRAP öryggisúttektium á helstu vegum Íslands undanfarin ár og niðurstöður þess voru kynntar í Hörpu í mars 2018 og nú opið almenningi á vefnum. Þá hefur hann framkvæmt ýmsar öryggisúttektir á vegum fyrir ýmsa aðila og má nefna vegaúttektir fyrir 20 sveitarfélög á suður og vesturlandi undanfarin 3 ár.
Ólafur hefur alla tíð verið virkur í Sjálfstæðisflokknum, með setu í stjórnum hverfafélaga, málefnanefndum flokksins, í borgarstjórnarflokknum á síðasta kjörtímabili og nú er hann varaborgarfulltrúi í Reykjavík og varamaður í Skipulags og samgönguráði Reykjavíkurborgar.

Vá á vegum Íslands

11 okt. 15:00 - 15:45

Í þessu erindi mun ég fara yfir stöðuna í umferðarmálum Íslands, bæði hvernig staðan er verðandi umferðarslys og hverjar eru helstu hættur sem ber að varast og hafa í huga þegar ekið er um landið.
Fjallað verður um málefnið í máli og myndum. Hringvegurinn og helstu ferðamannaleiðir verða í forgunni og bennt á hættulega staði og hvernig íslenska vegakerfið er frábrugðið því sem gerist erlendis.
Kynntar verða niðurstöður þeirra úttekta sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár, helstu veikleikar listaðir upp sem og tillögur að úrbótum.