Herdís Storgaard


Herdís Storgaard

Her­dís Storga­ard er menntaður hjúkrunarfræðingur og hefur hún unnið að slysavörnum barna frá árinu 1991.  Hún hefur fengið tvær alþjóðlegar viðurkenningar og þrjár íslenskar fyrir störf sín á þágu forvarna ásamt því að hljóta heiðursmerki hinar íslensku fálkaorðu árið 2015 fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna.  Herdís er verkefnisstjóri Miðstöðvar slysavarna barna sem er góðgerðarfélag en þar er rekin fræðsla og ráðgjöf fyrir foreldra og aðra sem starfa með börnum.  Herdís heldur sérstakt námskeið fyrir foreldra í heimilisumhverfi eða sér innréttuðu húsnæði, en þar er einnig að finna úrval af öryggisbúnaði fyrir börn í bílum. Styrkur til rekstrar miðstöðvarinnar kemur frá IKEA á Íslandi  og Sjóvá.

Slys á börnum/Öryggi og aðbúnaður í umhverfi barna

11 okt. 15:00 - 15:45

Slysavarnir barna eru verkefni sem aldrei lýkur og aldrei má sofna á verðinum.  Herdís heldur reglulega námskeið í samvinnu við heilsugæsluna sem heitir „Vertu skrefi á undan“ Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum.  Herdís hefur einnig starfað sjálfstætt undanfarandi ár hjá Höfuðstöðvum IKEA í Svíþjóð við margvísleg mál er varða öryggi. Eitt af því er að vinna að gerð „apps“ fyrir foreldra og byggir það á námskeiðinu sem fjallað er um hér að ofan.  Það kallast Öruggari heimili og í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið.