Árni Davíðsson


Árni Davíðsson

Árni er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann hefur hjólað til samgangna frá árinu 1987 og starfað sem sjálfboðaliði að hjólreiðamálum frá árinu 2008. Árni var formaður Landssamtaka hjólreiðamanna á árunum 2010 til 2013 og aftur frá árinu 2018. Undir merkjum Landssamtaka hjólreiðamanna hefur Árni m.a. staðið að verkefni um öryggissskoðun hjólreiðastíga og talningu á reiðhjólum og hjólreiðastæðum við grunnskóla. Árni hefur jafnframt verið þátttakandi í starfi Hjólafærni á Íslandi og haldið fyrirlestra og námskeið í samgönguhjólreiðum, hjólaviðgerðum og séð um ástandsskoðun reiðhjóla undir merkjum "Dr. Bæk". Árni er M.s. líffræðingur að mennt og starfar sem heilbrigðisfulltrúi.

Hjólreiðaslys – hjólreiðamenning

12 okt. 09:00 - 09:45

Undanfarin 10 ár hefur orðið sprenging í öllum gerðum hjólreiða á Íslandi. Samfara þessari aukningu í hjólreiðum hefur slysum fjölgað. Í erindinu verður fjallað um þessa þróun og hvað er vitað um þessi slys. Hvað er hægt að gera til að sporna gegn slysum? Hver er þáttur hjólreiðamenningar og hönnunar?