Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Árni er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann hefur hjólað til samgangna frá árinu 1987 og starfað sem sjálfboðaliði að hjólreiðamálum frá árinu 2008. Árni var formaður Landssamtaka hjólreiðamanna á árunum 2010 til 2013 og aftur frá árinu 2018. Undir merkjum Landssamtaka hjólreiðamanna hefur Árni m.a. staðið að verkefni um öryggissskoðun hjólreiðastíga og talningu á reiðhjólum og hjólreiðastæðum við grunnskóla. Árni hefur jafnframt verið þátttakandi í starfi Hjólafærni á Íslandi og haldið fyrirlestra og námskeið í samgönguhjólreiðum, hjólaviðgerðum og séð um ástandsskoðun reiðhjóla undir merkjum "Dr. Bæk". Árni er M.s. líffræðingur að mennt og starfar sem heilbrigðisfulltrúi.
12 okt. 09:00 - 09:45
Undanfarin 10 ár hefur orðið sprenging í öllum gerðum hjólreiða á Íslandi. Samfara þessari aukningu í hjólreiðum hefur slysum fjölgað. Í erindinu verður fjallað um þessa þróun og hvað er vitað um þessi slys. Hvað er hægt að gera til að sporna gegn slysum? Hver er þáttur hjólreiðamenningar og hönnunar?