Steinunn Kristín Jóhannsdóttir


Steinunn Kristín Jóhannsdóttir

Steinunn er heilbrigðisverkfræðingur (e. medical engineer) með meistaragráðu frá Kungliga Tekniska Högskolan (KTH) í Stokkhólmi. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigði og öryggi barna. Steinunn vann meistaraverkefnið sitt við neuronics deildina í KTH og fjallaði verkefnið um að nota hermiforrit til að rannsaka ranga notkun bílbelta á börnum í bílslysum til að sjá hversu mikil áhrif það getur haft á meiðsli þeirra.

Mat á meiðslum barna þegar röng notkun á öryggisbeltum á sér stað

12 okt. 09:00 - 09:45

Börn eru oft farþegar í bílum og hafa bílstólar og öryggisbelti verið hönnuð til að tryggja öryggi þeirra. Hins vegar þurfa slíkir hlutir að vera notaðir rétt. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að röng notkun öryggisbelta og bílstóla geta aukið hættu á meiðslum. Fjallað verður um rannsókn sem var meistaraverkefni Steinunnar. Þar voru gögn fyrir tvo árekstra sem höfðu átt sér stað í raunveruleikanum notuð í hermiforriti. Röng notkun á framvísandi bílstól (e. forward-facing car restraint system) og bílstóls sessu (e. booster seat) var sett upp i hermiforrit með PIPER barnalíkani. Afleiðingar á höfuð, háls og maga voru skoðuð fyrir hverja ranga notkun. Niðustöður bentu til þess að öll tilfelli leiddu til meiðsla á höfði, jafnvel með rétta noktun á öryggisbeltinu. Hinsvegar, þegar gögn með ranga notkun á öryggisbelti voru borin saman við gögn með rétta notkun á öryggisbelti, var áberandi niðurstaðan sú að  rétt notkun verndaði barnið meira en röng notkun.