Gunnar Geir Gunnarsson


Gunnar Geir Gunnarsson

Gunnar Geir er deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu.  Hann hefur starfað að umferðaröryggismálum í rúmlega 16 ár, fyrst hjá Umferðarstofu en nú hjá Samgöngustofu.  Hefur aðkoma hans verið m.a. að slysagögnum og slysatölfræði, fræðslu- og forvarnamálum, herferðum og ökunámi.  Einnig hefur hann komið mikið að gerð umferðaröryggisáætlunar sem og að framfylgja henni.  Gunnar er menntaður verkfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.

Umferðarslys á Íslandi – Slysatölfræði og slysakort

12 okt. 11:00 - 11:45

Í erindinu er farið yfir þróun umferðarslysa á Íslandi síðustu ár og verður m.a. spáð fyrir um hvernig tölur ársins 2019 munu líta út, byggt á tölfræði fyrsta hálfa árið.  Einnig verður nýtt slysakort Samgöngustofu kynnt og skoðað hvernig kortið getur nýst almenningi.