Linda Aðalsteinsdóttir


Linda Aðalsteinsdóttir

Linda lærði iðjuþjálfun í Svíþjóð og stundaði meistaranám við Heilbrigðisvísindasvið HA. Hún starfar sem yfiriðjuþjálfi á Kristnesi Akureyri og er í Ökumatsteymi SAk

Akstur og aldraðir

11 okt. 16:00 - 16:45

Vorið 2017 var stofnað þverfaglegt teymi við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) í þeim tilgangi að þróa verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Í teyminu starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og öldrunarlæknar auk annarra sérfræðinga eftir þörfum. Við þróun verklags var notast við gagnreyndar aðferðir og erlendar rannsóknir. Einnig var horft til verklags í öðrum löndum og fræðsla m.a. sótt til Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.