Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir er verkefnisstjóri á heilbrigðisupplýsingasviði hjá Embætti landlæknis.Sviðið ber m.a. ábyrgð á heilbrigðisskrám og öðrum gagnagrunnum embættisins og annast miðlun reglubundinnar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
11 okt. 14:00 - 14:45
Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir og Sigrún A. Þorsteinsdóttir sameinast í umræðunni um skráningu slysa og nytsemi tölfræði. Guðrún mun fjalla um Slysaskrá Íslands og þá vegferð sem er fyrirhuguð með skrána. Markmiðið er að samræma skráningu slysa innan heilbrigðisþjónustunnar og veita yfirlit yfir fjölda, orsakir og afleiðingar þeirra, þannig að unnt sé að hafa áhrif á þessa þætti.
Sigrún fjallar um mikilvægi þess að hægt sé að byggja forvarnir á góðri tölfræði. Tekur dæmi um skráningar sem hún hefur stuðst við í sinni vinnu og mikilvægi þess að hægt sé að skoða þróun, orsakir og afleiðingar.