Hildur Guðjónsdóttir


Hildur Guðjónsdóttir

Hildur er hópstjóri í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Samgöngustofa heldur m.a. úti öflugu forvarna- og fræðslustarfi fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla landsins. Hildur er grunnskólakennari að mennt, var um skeið aðstoðarskólastjóri og síðar fræðslustjóri í hópferðafyrirtæki.

Umferðaröryggi grunnskólabarna í Hveragerði

12 okt. 10:00 - 10:45

Skólaárið 2018-2019 var Grunnskólinn í Hveragerði í samstarfi við Samgöngustofu um að efla umferðaröryggi grunnskólabarna í sveitarfélaginu. Fræðsla í þessum efnum var efld í öllum árgöngum og undir lok skólaársins var formlegt erindi sent til bæjaryfirvalda um úrbætur umhverfis skólann og víðar með aukið umferðaröryggi nemenda að leiðarljósi.