Jónas Guðmundsson


Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson er verkefnastjóri í slysavörnum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann er með BA próf í ferðamálafræði og masterspróf í Ritstjórn og útgáfu með áherslu á stafræna miðlun. Hann er einnig menntaður landvörður og leiðsögumaður og hefur starfað allnokkuð við hvorutveggja.
Jónas hefur síðustu 15 árin sérhæft sig í stýringu ferðamanna bæði í námi og starfi. Hann hefur heimsótt fjölda landa til að skoða þeirra aðferðir í stýringu og má þar nefnda Nýja Sjáland, Bandaríkin, Írland og fleiri lönd.

Slysavarnir í hartnær eina öld

15 okt. 11:20 - 12:00

Í hartnær heila öld hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg starfað að slysavörnum og vörðurnar eru margar. Í þessu erindi munu þau Svanfríður Anna og Jónas Guðmundsson, verkefnastjórar slysavarna taka gesti næstum heila öld aftur í tímann og leiða þá fram til dagsins í dag. Áfangastaðirnir eru vörður í slysavarnastarfi. 
Eldgosið á Reykjanesi - stýring ferðamanna og slysavarnir

15 okt. 16:00 - 16:45

Eldgosið á Reykjanesi er líklega vinsælasta gos íslandssögunnar ef svo má að orði komast en tugþúsundir innlendra sem erlendra ferðamanna hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar. Því hafa fylgt margar áskoranir og í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig stýringu ferðamanna var háttað, hvað var vel gert og af hverju getum við lært. Þrátt fyrir að stýring ferðamanna sé samofin slysavörnum horfum við einnig á það hvað við gerðum í slysavörnum og hvort við mundum vilja gera eitthvað öðruvísi í næsta gosi.
Stafræn miðlun öryggisupplýsinga á vefsíðum í ferðaþjónustu

16 okt. 11:00 - 11:45

Jónas mun í fyrirlestri sínum greina frá niðurstöðum úr meistararitgerð sinni sem heitir Stafræn miðlun öryggisupplýsinga á vefsíðum í ferðaþjónustu. Þar voru 119 vefsíður skoðaðar auk þess sem hluti þeirra var rýndur nánar. Niðurstöðurnar komu kannski að mörgu leyti á óvart en fyrst og fremst var horft til hvort væri fjallað um öryggismál, aðstæður en einnig hvort eðli og uppbygging vefsíðna í ferðaþjónustu styður við miðlun öryggisupplýsinga með góðum vefvinnubrögðum eða hvort tækifæri eru til að gera betur ?

Einnig verður aðeins horft til framtíðar í fyrirlestrinum og velt upp hver þróunin gæti orðið á næstu árum hvað varðar stafræna miðlun öryggisupplýsinga.