Monika Jovisic


Monika Jovisic

Monika Jovisic er ferðamálafræðingur að mennt og starfar í ferðaþjónustu ásamt því að vera með landvarðarréttindi. Hún ásamt Snjólaugu Önnu Traustadóttur skrifaði lokaritgerð sem heitir "Við ætlum ekki að bjóða hættunni heim" og fjallar um öryggis og áskoranir í köfunarstarfsemi í Silfru á Þingvöllum. Monika starfaði lengi við köfun í ferðaþjónustu og hefur því marktæka reynslu af þessháttar starfsemi. 

Við ætlum ekki að bjóða hættunni heim

15 okt. 14:00 - 14:45

Árið 2017 urðu tvö banaslys við köfun í Silfru á Þingvöllum sem eðlilega settu fókus á öryggismál í köfun og þá kannski sérstaklega á Þingvöllum. Í þessum fyrirlestri munu þær Monika og Snjólaug Anna taka saman niðurstöður sínar úr BA ritgerð sinni í ferðamálafræði. Fjallað verður um öryggi og áskoranir í köfunarstarfsemi í Silfru og hvað var gert eftir að banaslysin áttu sér stað.