Sigrún Guðný Pétursdóttir


Sigrún Guðný Pétursdóttir

Sigrún Guðný Pétursdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans. Hún er að ljúka sérnámi í bráðahjúkrun. Sigrún hefur starfað um árabil í björgunarsveit og er nú um mundir formaður Björgunarfélags Akranes. Hún hefur kennt fyrstuhjálp í fjölda ára, setið í Endurlífgunarráði ásamt því að sinna ýmsum ábyrgðarstörfum er tengjast heilbrigðisvísindum. 

Slys á rafhlaupahjólum

15 okt. 15:00 - 15:45

Notkun rafhlaupahjólahjóla hefur margfaldast hérlendis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur slysum fjölgað og í fyrirlestri sínum mun Sigrún Guðný greina frá niðurstöðum rannsóknar sem hún og samstarfsfólk hennar á bráðamóttöku Landspítalans gerðu á slysum á rafhlaupahjólum árið 2020.