Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Gunnar Geir er deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu. Hann hefur starfað að umferðaröryggismálum í rúmlega 16 ár, fyrst hjá Umferðarstofu en nú hjá Samgöngustofu. Hefur aðkoma hans verið m.a. að slysagögnum og slysatölfræði, fræðslu- og forvarnamálum, herferðum og ökunámi. Einnig hefur hann komið mikið að gerð umferðaröryggisáætlunar sem og að framfylgja henni. Gunnar er menntaður verkfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.
16 okt. 13:00 - 13:45
Gunnar Geir deildarstjóri hjá Samgöngustofu fjallar um niðurstöður úr nýrri umferðarkönnun, Gallup viðhorfskönnun um aksturshegðun almennings og um slysatölfræði áranna 2020 og 2021.