Þorlákur Snær Helgason


Þorlákur Snær Helgason

Þorlákur Snær Helgason er sérfræðingur á brunavarnasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hann er menntaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins svo og Brunavörnum Skagafjarðar og Isavia. Hann hefur komið að menntunarmálum slökkviliðsmanna síðan árið 2005 ásamt því að sjá um menntunarmál flugvallarstarfsmanna Isavia. Þorlákur hefur komið að mörgum almannavarnaræfingum og sjá lengi vel um uppsetningu slysavettvangs á flugslysaæfingum Isavia. 

Eldvarnir sem forvarnir

16 okt. 09:00 - 09:45

Þorlákur Snær brennur fyrir forvörnum og mun fjalla um forvarnir, eigið eldvarnareftirlit og eldvarnir á starfsstöð. Hvernig getum við eflt eldvarnir í fjallaskálum og hvað getum við gert ef bruni verður á afskekktum stöðum. Þorlákur hefur mikla reynslu af brunavörnum sem slökkviliðsmaður en er einnig reyndur björgunarsvetiarmaður.