Salvör Nordal


Salvör Nordal

Salvör er umboðsmaður barna og hefur gengt embættinu frá því frá 1. júlí 2017. Hún er einnig prófessor við Háskóla Íslands en hún er með doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada. Salvör var áður forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og kennari við sagnfræði- og heimspekideild.

Mikilvægi slysaskráningar í þágu öryggis barna

15 okt. 13:00 - 13:45

Í erindi sínu fjallar Salvör Nordal um mikilvægi þess að endurskoða fyrirkomulag óhappa- og slysaskráningu hér á landi í þágu öryggis barna. Sérstaklega fjallar hún um mikilvægi miðlægrar og áreiðanlegrar skráningar á óhöppum og slysum svo nýta megi slíkan gagnagrunn í forvarnarskyni á landsvísu.