Haukur Herbertsson


Haukur Herbertsson

Haukur Herbertsson er rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland og menntaður véltæknifræðingur. Hann hefur verið í fjallamennsku og ferðaþjónustu frá unga aldri. Haukur hefur starfað hjá Mountaineers í fullu starfi síðan 2017 en verið viðloðandi fyrirtækið frá stofnun þess.

Við lentum í vandræðum með 39 ferðamenn

15 okt. 13:00 - 13:45

Þann 7. janúar árið 2020 var fyrirtækið Mountaineers of Iceland með stóran hóp ferðamanna í ferð út frá Geldingafelli við Langjökul. Slíkt var ekki óvenjulegt enda fyrirtækið þaulvant ferðum á svæðinu. Að þessu sinni fór ferðin ekki eins og lagt var upp með og fjöldi viðbragðsaðila fór í vonskuveðri til aðstoðar. Í fyrirlestri sínum mun Haukur fara yfir atvikið, hvernig öryggisáætlunin virkaði og hvaða lærdóm má draga af atvikum sem þessum.