Gerður Jónsdóttir


Gerður Jónsdóttir

Gerður er verkefnastjóri Góðra leiða hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs en Vegrún er verkefni unnið undir hatti Góðra leiða sem er yfirheiti verkefna hjá MHA er snúa að innviðahönnun ferðamannastaða og sjálfbærni í ferðaþjónustu.

Vegrún - nýtt merkingakerfi á ferðamannastöðum

16 okt. 09:00 - 09:45

Vegrún er nýtt merkingakerfi, ætlað öllum þeim sem setja upp merkingar á ferðamannastöðum eða friðlýstum svæðum. Vegrún stendur öllum til boða jafnt opinberum aðilum sem og einkaaðilum um allt land. Kerfið er hannað til að samræma merkingar hér á landi, til einföldunar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna, auka gæði, samræma upplýsingagjöf og auka öryggi og er þannig mikilvægur hluti af stýringu ferðamanna, slysavörnum.

Eitt af megineinkennum vinnu Vegrúnar var að efla til víðtæks samtals milli stofnana, sveitarfélaga, fagfólks og ferðaþjónustuaðila. Verkefnið er sprottið úr Landsáætlun, stefnu hins opinbera í innviðauppbyggingu. Vinna við Vegrúnu hófst haustið 2019 og var tekin í notkun vorið 2021.Í fyrirlestrinum mun Gerður Jónsdóttir og Atli Þór Árnason fara yfir tilurð og hönnun kerfisins.