Björn Halldórsson


Björn Halldórsson

Björn Halldórsson er öryggistjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Fyrirtækið er leiðandi í öryggis- og heilbrigðismálum í sjávarútvegi. Björn starfaði áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður á Íslandi og stjórnandi slökkviliða í suð vestur Asíu og Mið Austurlöndum. Undir stjórn Björns hefur náðst eftirtektaverður árangur í öryggismálum sjómanna og fiskvinnslufólks.

Útgerðin í ólgusjó - öryggismál hjá Þorbirni hf.

16 okt. 11:00 - 11:20

Hjá Þorbirni hf. í Grindavík hefur náðst afar góður árangur í öryggismálum og slysum fækkað svo eftir hefur verið tekið. Björn mun í erindi sínu fara yfir hvað þarf til að ná þeim árangri og í framhaldinu er spurt;  Hvað gerðist í lok febrúar 2020? Björn og Hrefna fara yfir hvernig útgerðin tókst á við COVID-19 heimsfaraldurinn. Hvað var gert og hvað mátti betur fara. Þau munu ræða fyrstu viðbrögð og áskorunina við að halda áfram í gegnum þær bylgjur sem gengu yfir.