Valgý Arna Eiríksdóttir


Valgý Arna Eiríksdóttir

Valgý Arna er iðjuþjálfi og starfar sem teymisstjóri í endurhæfingu í heimahúsi og sér um efri byggðir Reykjavíkur í starfi sínu. 

Endurhæfing í heimahúsi

16 okt. 14:00 - 14:45

Öldruðum fjölgar hratt og mun gera það áfram næstu árin. Mikil áhersla er lögð á að sá aldraði geti átt góð æviár og búið sem lengst heima. Hvað þurfum við að gera til þess að gera það mögulegt? Hvaða þjónusta er í boði? Endurhæfing í heimahúsi er þjónusta á vegum heimaþjónustu Reykjavíkur sem veitir tímabundinn stuðning við athafnir daglegs lífs, t.d eftir veikindi eða slys.