Vinnusmiðja unga fólksins


Í tengslum við ráðstefnuna Slysavarnir 2019 verður sunnudaginn 13. október vinnusmiðja fyrir umsjónamenn og félaga unglingadeilda þar sem áherslan er á slysavarnir í umferðinni.

Umferðarslys er helsti orsakavaldur á dauða ungs fólk á heimsvísu og því mikilvægt að ungt fólk sé sjálft meðvitað og taki þátt í því að bregðast við og finna lausnir.  Það er þema smiðjunnar sem er stjórnað af Manpreet Darroch sem starfar hjá YOURS – Youth for road safety og er vinnusmiðjan unnin með þeirra aðferðarfræði.

YOURS hefur haldið vinnusmiðjur um alla heim, staðið fyrir herferðum og hefur gríðarlega miklu reynslu af því að leiða vinnu ungs fólks í umferðaröryggismálum.

Aðeins komast um tuttugu manns á vinnusmiðjuna að þessu sinni og mikilvægt er því að skrá sig sem fyrst svo og að sem flestar unglingadeildir sendi sína fulltrúa en markmið Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að þetta sé upphaf af landsdekkandi verkefni unglinga um umferðaröryggi.

Vinnusmiðjan fer fram í Gróubúð, húsnæði Ársæls á Granda, hefst kl. 09:00 og stendur til um 17:00. Ekkert verð er á vinnusmiðjuna fyrir félaga unglingadeilda og séð verður fyrir hádegismat og kaffisnarli.

Skráning hér!