Fyrirtæki, stofnanir og slysavarnadeildir kynna vörur, verkefni og niðurstöður kannana og rannsókna. Sýnendur eru hvattir til að vera á svæðinu til að ræða málin og svara fyrirspurnum ráðstefnugesta.
Sýningin verður opin ráðstefnugestum báða ráðstefnudagana.
Verð á hverju veggspjaldi er kr. 25.000 en auk sýningaplássins er prentun innifalin en sýnendur sjá sjálfir um hönnun. Pantanir og allar nánari upplýsingar veitir Hildur Bjarnadóttir, hildur@landsbjorg.is