Umferðaröryggi grunnskólabarna í Hveragerði


Umferðaröryggi grunnskólabarna í Hveragerði
12.10.2019
10:00 - 10:45
Gullteigur
Um fyrirlestur

Skólaárið 2018-2019 var Grunnskólinn í Hveragerði í samstarfi við Samgöngustofu um að efla umferðaröryggi grunnskólabarna í sveitarfélaginu. Fræðsla í þessum efnum var efld í öllum árgöngum og undir lok skólaársins var formlegt erindi sent til bæjaryfirvalda um úrbætur umhverfis skólann og víðar með aukið umferðaröryggi nemenda að leiðarljósi.