Skipulögð fræðsla í grunnskólum á Suðurnesjum


Skipulögð fræðsla í grunnskólum á Suðurnesjum
12.10.2019
13:00 - 13:45
Gullteigur
Um fyrirlestur

Í upphafi þessa árs heimsótti Sigvaldi flest alla skóla á Suðurnesjum. Hann heimsótti 8 - 10 bekkinga og fræddi þá um stöðuna í fíkniefnamálum á svæðinu. Sigvaldi fór yfir það hvað það þýðir að ánetjast þessum efnum og hvaða afleiðingar það getur haft á framtíðina, bæði hvað varðar atvinnuhorfur og lífsgæði. Hann fjallaði ítarlega um allt er varðar ökuferil þeirra og hætturnar í umferðinni hvað varðar ökumenn undir áhrifum fíkniefna, lyfja og áfengis. Einnig voru haldnir opnir fundir í sömu skólum þar sem foreldrum á svæðinu var boðið upp á fyrirlestur og fræðslu um þessa miklu vá.
Ljóst er að aðgengi að þessum efnum hefur aldrei verið einfaldari fyrir krakka og ungt fólk með tilkomu samfélagsmiðla, aldur neytenda verður alltaf yngri og yngri og yngstu aðilarnir sem lögreglan á Suðurnesjum hefur haft afskipti af undir áhrifum fíkniefna eru 11 ára.